Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Bjarnason

(13. okt. 1861–30. okt. 1937)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Bjarni á Hamarslandi á Reykjanesi Eiríksson (að Rauðará við Rv., Hjartarsonar) og kona hans Sigríður Friðriksdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar.

Varð fullnuma í trésmíðum í Rv. 1884, stundaði þær síðan einkum vestra, var í vetur í Kh. til fullkomnunar, bjó í Meira Garði í Dýrafirði 1889–95, en á Mýrum í sömu sveit 1895–1929. Þókti fyrir öðrum bændum, vinsæll og rausnsamur, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, hafði bréfhirðing og símastöð, varð r. af fálk. 1923.

Dvaldist síðast í Rv.

Kona (1888): Ingibjörg Margrét (f. 1860, d. 1929) Guðmundsdóttir dbrm. á Mýrum, Brynjólfssonar. Af börnum þeirra komst upp: Guðrún átti Karl kaupm. 20 Rydén í Rv. (Óðinn XXVII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.