Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Bergmann

(15. apríl 1858–11. apríl 1918)

Prestur.

Foreldrar: Jón Bergmann Jónasson, fyrr í Garðsvík, síðar á Laugalandi syðra í Eyjafirði og kona hans Halldóra Bessadóttir á Gauksstöðum á Svalbarðsströnd, Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1874, en sat þar ekki, veiktist, fór til Vesturheims 1875, tekinn 1876 í latínuskóla í Decorah í Iowa, varð stúdent 1881, vann síðan að kennslu og verzlun.

Stundaði fyrst 1883–5 guðfræði í háskólanum í Kristjaníu (Osló) og síðan í Philadelphíu, lauk þar prófi 1886, vígðist 17, júní s. á. prestur íslenzkra safnaða í Norður-Dakota. Varð varaforseti kirkjufélags Íslendinga vestra. Kennari í Wesley College í Wp. 1902. Sagðist úr kirkjufélaginu 1909 og stofnaði söfnuð sér. Ritstörf: Eina lífið, Rv. 1899; Ísland um aldamótin, Rv. 1901; Ísland hið unga, Wp. 1903; Jón frá sama 2 landi, Wp. 1904; Vafurlogar, Wp. 1906; Treginn og tárin, Rv. 1911; Viðreisnarvon kirkjunnar, Rv. 1911; Trú og þekking, Rv. 1916; Hvert stefnir, Wp. 1916; Tvær predikanir (með síra Jóni Bjarnasyni), Rv. 1891.

Ritstjóri: Fyrirlestrar (ev.-lúth. kirkjufél.), Wp. 1889; Aldamót 1891–1903; Breiðablik 1906–14. Þýð.: Sögur Breiðablika, Wp. 1919.

Kona (1888): Ólöf Magnúsdóttir prests í Reynistaðarþingum Thorlaciuss.

Börn þeirra voru 4 (Sunnanfari VINI; Andvari, 44. árg.; Bjarmi, 12. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.