Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Arnbjörnsson

(15. sept. 1881– 1. júlí 1948)

. Bóndi, hreppstjóri. Foreldrar: Arnbjörn (d. 21. maí 1905, 72 ára) Bjarnason hreppstjóri á Stóra-Ósi í Miðfirði og bústýra hans, Sólrún Árnadóttir á Geitafelli, Sigurðssonar. Bjó á Stóra-Ósi frá 1905 til æviloka. Hreppstjóri í Ytri-Torfustaðahreppi og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Var í fasteignamatsnefnd 1928 og 1938. Var í búnaðarráði, meðan sú skipan hélzt. Lengi í stjórn sparisjóðs Vestur-Húnvetninga.

Kona (4. okt. 1906): Ingibjörg (f. 17. sept. 1881) Þorvaldsdóttir prests á Melstað, Bjarnarsonar, Börn þeirra, sem upp komust: Guðný átti Pál Karlsson á Bjargi, Björn sjómaður (hann drukknaði 1939), Hólmfríður átti Björn Jónasson frá Reykjum, Sigríður átti Sigvalda Guðmundsson á Barði, Böðvar á Syðsta-Ósi, Jón starfsmaður hjá strætisvögnum Reykjavíkur, Sigurlaug átti Jóhann kennara Sigvaldason, Guðmundur á Stóra-Ósi. Sonur Friðriks (með Ingibjörgu Ásmundsdóttur): Ásmundur vélstjóri hjá hitaveitu Reykjavíkur (Ýmsar heimildir; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.