Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik (Sigurður) Stefánsson

(30. ágúst 1840–9. mars 1917)

Alþm.

Foreldrar: Stefán Gíslason í Hofstaðaseli og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests Reykjalíns á Ríp. Bjó í Ytra Vallholti 1863–82, Húsey 1882–5, síðan að Skálá í Sléttahlíð og í Málmey, en andaðist á Svaðastöðum. Var manna tölugastur og hafði traust héraðsbúa. Þm. Skagf. 1879–91.

Kona 1 (6. nóv. 1862): Guðríður Gísladóttir í Húsey, Ólafssonar. Þau slitu samvistir og fór hún til Vesturheims.

Börn þeirra: Friðrik fór til Vesturheims, með móður sinni, Sigurbjörg átti Sigmund Jóhannsson frá Húsabakka, og fóru þau til Vesturheims.

Kona 2 (12. okt. 1878): Hallfríður Björnsdóttir dbrm. að Skálá, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Anna átti Pálma Símonarson á Svaðastöðum, Stefanía átti Grímólf tollvörð Ólafsson í Rv., Björn tollþjónn í Rv. (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.