Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Aðalsteinn Guðmundsson
(27. apríl 1915– 18. des. 1946)
. Lögfræðingur. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Brekku, en lengst á Bústöðum og Giljum í Skagafirði, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir í Dunhagakoti, Guðmundssonar. Stúdent á Akureyri 1937, með 1. einkunn (6.44 st.). Lauk prófi í lögfræði við Háskóla Ísl. 30. maí 1944, með 1. eink. (197 st.). Fulltrúi á lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1. jan. 1945 til 1. júní s.á. Stundaði málflutning á Akureyri frá hausti 1945. Varð héraðsdómslögmaður 14. nóv. s. á. Kona (29. ág. 1942): Guðrún Sigríður (f. 4. des. 1913) Jónsdóttir sjómanns Jónssonar Mýrdals. Barn þeirra: Guðmundur Ægir (Agnar Kl.J.: Lögtfr.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.