Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðgeir Ólason

(3. dec. 1912 – 10. nóv. 1944)
. Læknir, Foreldrar: Óli Guðjón (f. 28. dec. 1882) Halldórsson í Skjaldabjarnarvík á Ströndum, síðar kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Valgerður (f. 23. júní 1890) Guðnadóttir í Skálmardal, Hafliðasonar. Stúdent á Akureyri 1932 (í okt.) með 2. einkunn (4,73). Lauk prófi í læknisfræði í Háskóla Íslands 31. jan. 1938 með 1. einkunn (1594 st.). Var á spítölum í Rv. 1936–37 og 1939 (okt.)– 1940. Var staðgöngumaður héraðslæknis í Reykdælahéraði febr. 1938– júní 1939. Vann á sjúkrahúsi í New York sept. – dec. 1940, síðan í Winnipeg jan. – ág. 1941. Fekk almennt lækningaleyfi 23. okt. 1941. Lagði stund á heilbrigðisfræði og næringarfræði við Vanderbilt-háskólann í Nashville í Tennesee frá júní 1942. Varð doktor í læknisfræði við Harvardháskóla 8. sept. 1944 fyrir ritgerð um áhrif vitamína á vöxt krabbameins. Fórst á heimleið til Íslands, nærri landi, er e/s. Goðafossi var sökkt af þýzkum kafbát. Fórst þá og kona hans og börn þeirra. Kona (17. okt. 1936): Sigrún (f. 2. febr. 1911) læknir Sigurðardóttir póstmálastjóra Briem (Lækn.; Almanak Þjóðvinafél.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.