Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðbjörn Steinsson

(5. apr. 1838–9. apr. 1918)

Bókbindari og bóksali.

Foreldrar: Steinn Kristjánsson að Hólum í Öxnadal, síðar járnsmiður á Ak., og kona hans Guðný Kráksdóttir að Hólum, Jónssonar.

Nam snemma bókband á Ak., stundaði það þar jafnan og átti þar heima frá 1850 til æviloka.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t. d. bæjarfulltrúi lengi á Ak. og formaður stjórnar Gránufélags. Vann mjög að bindindismálum, heiðursfélagi stórstúku Ísl. og bóksalafélagsins, dbrm. Ritstjóri Ganglera 1870–2, Norðurljóss 5.–7. árg.

Kona (1861): Guðný ljósmóðir Jónsdóttir í Pálmholti, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Aðalsteinn bókhaldari á Ak., Guðný, Gunnlaugur Tryggvi, Helga (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.