Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Friðbjörn Aðalsteinsson
(30. dec. 1890–19. ág. 1947)
. Skrifstofustjóri. Foreldrar: Aðalsteinn Friðbjarnarson bókari á Akureyri og kona hans Anna Guðmundsdóttir á Seyðisfirði, Pálssonar. Nam símritun hjá Mikla norræna fél. 1907–08; nam loftskeytafræði hjá ríkissímum í Danmörku og Noregi 1916 og síðar í Marconi College á Englandi. Settur símritari á Seyðisfirði 14. maí 1908; skipaður símritari á Akureyri 1. jan. 1910; settur ritsímastjóri á Ísafirði 1911; símritari í Reykjavík og á Seyðisfirði 1911–15.
Var skipaður loftskeytastöðvarstjóri í Reykjavík 1. febr. 1917 og jafnframt forstöðumaður firðritunarskólans í Rv. Settur skrifstofustjóri landssímans í Rv. 15. mars 1934. Heiðursfélagi í félagi ísl. loftskeytamanna. Var sæmdur ítölsku krónuorðunni, 4. fl., 1934. Kona (29. júní 1947): Elly (f. 30. júní 1912), dóttir Thomasar vélameistara Thomsen í Rv. (Br7.; o. fl.).
. Skrifstofustjóri. Foreldrar: Aðalsteinn Friðbjarnarson bókari á Akureyri og kona hans Anna Guðmundsdóttir á Seyðisfirði, Pálssonar. Nam símritun hjá Mikla norræna fél. 1907–08; nam loftskeytafræði hjá ríkissímum í Danmörku og Noregi 1916 og síðar í Marconi College á Englandi. Settur símritari á Seyðisfirði 14. maí 1908; skipaður símritari á Akureyri 1. jan. 1910; settur ritsímastjóri á Ísafirði 1911; símritari í Reykjavík og á Seyðisfirði 1911–15.
Var skipaður loftskeytastöðvarstjóri í Reykjavík 1. febr. 1917 og jafnframt forstöðumaður firðritunarskólans í Rv. Settur skrifstofustjóri landssímans í Rv. 15. mars 1934. Heiðursfélagi í félagi ísl. loftskeytamanna. Var sæmdur ítölsku krónuorðunni, 4. fl., 1934. Kona (29. júní 1947): Elly (f. 30. júní 1912), dóttir Thomasar vélameistara Thomsen í Rv. (Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.