Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Fritz (Vilhelm) Zeuthen

(29. júlí 1837–7. mars 1901)

Læknir.

Foreldrar: Fr. J. Zeuthen konungsþjónn og kona hans Vilhelmine Christine, f. Mörch: átti hún síðar Gísla adjunkt Magnússon. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, stúdent 1858, með 1. einkunn (84 st.), stundaði læknisfræði í háskólanum í Kh. 1859–62, en lauk prófi 6. júlí 1867 frá Jóni landlækni Hjaltalín, með 1. einkunn (86 st., 14 námsgr.). Stundaði lækningar í Gullbringusýslu 1867–8, settur fjórðungslæknir í Austfirðingafjórðungi 1868, skipaður 14. febr. 1874, fekk lausn 1. júní 1898. Átti heima í Eskifirði, fluttist síðan til Kh. og 27 andaðist þar.

Kona 1 (22. apríl 1868): Thora Emilie (f. 8. okt. 1839, d. 19. júlí 1885), dóttir Friðriks smiðs Rasmussens.

Börn þeirra: Alexandra, Fritz (Karl Fr.) var 2 ár í Reykjavíkurskóla, Emilie, Lovise, Axel, Agnes, Stefan, fluttust öll af landi í burtu, sum til Vesturheims, sum til Danmerkur.

Kona 2 (7. mars 1899): Sofie Severine Karoline (f. 17. maí 1863), dóttir M. Lauritzens, þau bl. (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.