Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Axel (Valdimar) Tulinius
(6. júní 1865–8. dec. 1937)
Sýslumaður.
Foreldrar: Karl D. kaupm. Tulinius í Eskifirði og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir prests að Hofi í Álptafirði, Erlendssonar. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1884, með 2. einkunn (75 st.), fór til háskólans í Kh. 1885, tók próf í lögfræði 17. jan. 1891, með 3. einkunn (59 st.), tók það um aftur 12. jan. 1892, með 2. einkunn (67 st.). Var um tíma í lögregluliði Kh. Frá ársbyrjun 1893 fulltrúi bæjarfógeta í Rv. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 30. júní 1894, fekk Suður-Múlasýslu 26. sept. 1895 frá 1. jan. 1896, en gegndi þó sýslustörfum í Norður-Múlasýslu fram í apríl 1896. Átti heima í Eskifirði. Fekk lausn 1. júlí 1911 frá 1. okt. s:á., fluttist til Rv. og gerðist málflm., varð þar síðar vátryggingastjóri. Var íþróttamaður mikill, lengi forseti Íþróttasambands Íslands, R. af dbr. 8. ág. 1907, str. af fálk. 1. dec. 1933, hlaut verðlaunapening fyrir björgun manna úr sjávarháska.
Var 1. þm. Sunnmýl. 1901. Ritstörf: Heragabálkur, Rv. 1918).
Ritstj.: „Liljan“, Rv. 1916).
Kona: Guðrún Hallgrímsdóttir byskups, Sveinssonar. Synir þeirra: Hallgrímur Axel frkvstj. í Rv., Karl Daníel vátryggingastjóri í Rv., Erlingur Gústaf læknir (BB. Sýsl.; Óðinn XVIII; KlJ. Lögfr.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Karl D. kaupm. Tulinius í Eskifirði og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir prests að Hofi í Álptafirði, Erlendssonar. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1884, með 2. einkunn (75 st.), fór til háskólans í Kh. 1885, tók próf í lögfræði 17. jan. 1891, með 3. einkunn (59 st.), tók það um aftur 12. jan. 1892, með 2. einkunn (67 st.). Var um tíma í lögregluliði Kh. Frá ársbyrjun 1893 fulltrúi bæjarfógeta í Rv. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 30. júní 1894, fekk Suður-Múlasýslu 26. sept. 1895 frá 1. jan. 1896, en gegndi þó sýslustörfum í Norður-Múlasýslu fram í apríl 1896. Átti heima í Eskifirði. Fekk lausn 1. júlí 1911 frá 1. okt. s:á., fluttist til Rv. og gerðist málflm., varð þar síðar vátryggingastjóri. Var íþróttamaður mikill, lengi forseti Íþróttasambands Íslands, R. af dbr. 8. ág. 1907, str. af fálk. 1. dec. 1933, hlaut verðlaunapening fyrir björgun manna úr sjávarháska.
Var 1. þm. Sunnmýl. 1901. Ritstörf: Heragabálkur, Rv. 1918).
Ritstj.: „Liljan“, Rv. 1916).
Kona: Guðrún Hallgrímsdóttir byskups, Sveinssonar. Synir þeirra: Hallgrímur Axel frkvstj. í Rv., Karl Daníel vátryggingastjóri í Rv., Erlingur Gústaf læknir (BB. Sýsl.; Óðinn XVIII; KlJ. Lögfr.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.