Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Freysteinn Grímsson
(16. öld)
Prestur. Hann var bróðir síra Eiríks á Gilsbakka og síra Eyjólfs á Melum. Hann kemur fyrst við skjöl 1519 og er þá sveinn Ögmundar Pálssonar, er þá var officialis, síðar byskup.
Árið 1523 er hann orðinn prestur, líkl. kirkjuprestur í Skálholti, fekk Stafholt 1530 og hefir haldið líkl. til dauðadags.
Hann var prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár og officialis syðra 1550. Hann var merkisprestur og hélt skóla í Stafholti; var stuðningsmaður Jóns byskups Arasonar og kemur talsvert við sögu hans. Hann er enn á lífi 1571 og kemur þá við bréf, en látinn fyrir 12. júlí 1577. Rúnaritgerð er honum eignuð í Lbs. Talinn tvíkvæntur.
Kona 2: Sesselja Guðmundsdóttir að Laxfossi, Salómonssonar.
Sonur þeirra: Síra Jón í Borgarþingum. Dóttir þeirra er af sumum talin Helga (,Bréfa-Helga“, sem var hálfviti), en hún var sonardóttir þeirra (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl. I; BB. Sýsl.; HÞ; PEÓI. Mm.; SGrBf.).
Prestur. Hann var bróðir síra Eiríks á Gilsbakka og síra Eyjólfs á Melum. Hann kemur fyrst við skjöl 1519 og er þá sveinn Ögmundar Pálssonar, er þá var officialis, síðar byskup.
Árið 1523 er hann orðinn prestur, líkl. kirkjuprestur í Skálholti, fekk Stafholt 1530 og hefir haldið líkl. til dauðadags.
Hann var prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár og officialis syðra 1550. Hann var merkisprestur og hélt skóla í Stafholti; var stuðningsmaður Jóns byskups Arasonar og kemur talsvert við sögu hans. Hann er enn á lífi 1571 og kemur þá við bréf, en látinn fyrir 12. júlí 1577. Rúnaritgerð er honum eignuð í Lbs. Talinn tvíkvæntur.
Kona 2: Sesselja Guðmundsdóttir að Laxfossi, Salómonssonar.
Sonur þeirra: Síra Jón í Borgarþingum. Dóttir þeirra er af sumum talin Helga (,Bréfa-Helga“, sem var hálfviti), en hún var sonardóttir þeirra (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl. I; BB. Sýsl.; HÞ; PEÓI. Mm.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.