Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Franz Íbsson

(um 1656–8. júlí 1739)

Prestur. Hann var danskur, og hét faðir hans Jafet (lb) Wangel. Tók Þórður byskup drenginn að sér, er hann var utanlands 1672, með því að hann aumkvaðist yfir hann, hafði hann með sér til Íslands, kostaði hann þar í skóla og síðan utanlands (JH. Prest., JÞork. Spec. Isl. non barbaræ), enda kemur hann mjög við skjöl í Skálholti 1676–82 og 1684–6.

Hann fór utan 1682, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. okt. s.á., varð attestatus í guðfræði. Veturinn 1683–4 bjó hann með Árna Magnússyni, síðar prófessor, sagði þá Th. Bartholin til í íslenzku og benti honum á að fá nánari tilsögn hjá Árna, og varð það upphaf gengis hans. Hann kom aftur til landsins 1684, fekk 24. apríl 1686 vonarbréf fyrir Hruna, vígðist aðstoðarprestur þangað 16. maí s.á., til síra Árna Halldórssonar, en mun að fullu hafa tekið við prestakallinu við lát síra Árna (um 1689) og hélt það til dauðadags, en fekk síra Árna son sinn til aðstoðarprests 1723.

Hann talaði jafnan bjagaða íslenzku, en ritaði vel og stældi undarlega vel fornan rithátt. 2 Hann lagði framar öðru stund á reikningslist og samdi ágrip af tölvísi á íslenzku (JÞork. Spec.), og er það nú ókunnugt.

Hann var talinn merkismaður í öllum greinum. Hann reyndi þrívegis kornrækt í Hruna, en mistókst.

Kona (1686). Solveig (f . um 1667, d. 1739) Árnadóttir prests í Hruna, Halldórssonar.

Börn þeirra: Síra Árni í Hruna, Maren (d. 1753, óg. og bl.), Þórður bjó 1729 að Oddgeirshólum, síðar að Skrautási hjá Hruna, var 1756 á verðgangi um Ytrahrepp, Jafet -(Íbi eða jafnvel nefndur Jakob) stúdent á Grafarbakka, Sigríður átti síra Illuga Jónsson í Hruna (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.