Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Franz (Edvard) Siemsen

(14. okt. 1855–22. dec. 1925)

Sýslumaður.

Foreldrar: Edvard kaupmaður Siemsen í Rv. og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir lögregluþj. í Rv. Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, stúdent 1875, með 2. einkunn (57 st.). Tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 1. júní 1881, með 3. einkunn (59 st.), tók það um aftur 5. júní 1882, með 2. einkunn (67 st.). Settur 27. ág. 1884 málflutningsmaður í landsyfirdómi (staðf. 16. apríl 1886). Fekk 23. ágúst 1886 Gullbringusýslu og Kjósar, átti heima í Hafnarfirði, fekk lausn 12. júní 1899, fluttist skömmu síðar til Rv. og sinnti skrifstofustörfum.

Kona (8. sept. 1887): Þórunn 18 (f. 10. apríl 1866, d. 18. apríl 1943) Árnadóttir landfógeta Thorsteinsonar.

Börn þeirra: Árni kaupmaður í Þýzkalandi, Sigríður s.k. Páls hæstaréttardómara Einarssonar, Sofía átti Magnús stórkaupmann Kjaran í Rv., Theodór kaupmaður í Rv. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KIlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.