Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Flosi Jónsson

(14. öld)

Prestur.

Foreldrar: Jón Erlendsson á Ferjubakka og kona hans Margrét Magnúsdóttir agnars að Hlíðarenda, Andréssonar að Skarði, Sæmundssonar í Odda (SD.). Kemur fyrst við skjal 1351 og er þá prestur á Stað á Ölduhrygg, er á lífi 1368. Hafði og verið ráðsmaður í Skálholti, prófastur og officialis.

Börn hans: Þórður í Görðum á Akranesi, Álfheiður átti Eyjólf Snorrason á Hjalla, Steinunn átti Filippus Þorleifsson að Reykhólum, Guðrún, Margrét; (með Oddnýju Ketilsdóttur hirðstjóra Þorlákssonar, SD.) Vigfús í Krossholti (Dipl. Ísl.; Ob. Isl.; BB. Sýsl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.