Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Flosi Bjarnason

(– –8. okt. 1235)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni prestur Bjarnason, Flosasonar, Kolbeinssonar, Flosasonar, Valla-Brandssonar (SD.) og kona hans Halla Jörundardóttir að Keldum, Gunnarssonar.

Hann hefir búið á Baugsstöðum, seldi þá 1226 fyrir Hjarðarholt.

Kona: Ragnhildur Barkardóttir á Baugsstöðum, Grímssonar.

Börn þeirra: Einar, Bjarni prestur, Valgerður átti Ólaf tott Hauksson, Teitssonar, Þórdís átti Filippus Sæmundsson í Odda, Guðrún átti fyrr Benedikt (líkl. Vermundsson á Ökrum, Tumasonar), síðar Kolbein Bjarnason Auðkýling, Halla átti Vilhjálm Sæmundsson í Odda (Isl. Ann.; Ob. Isl.; Sturl.; SD.* o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.