Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Axel (Theódór) Dahlmann

(15. júní 1904– 16. júní 1941)

.

Læknir. Foreldrar: Jón (d. 8. apríl 1949, 76 ára) Jónsson Dahlmann, ljósmyndari á Akureyri og síðar í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg (d. 13. júní 1940, 65 ára) Jónsdóttir á Strönd á Völlum, Eyjólfssonar.

Stúdent í Reykjavík 1927 með 2. einkunn (5.52). Hóf nám í læknadeild Háskóla Íslands 1927; stundaði nám í tannlækningum í Kh. 1928–29, en settist þá aftur í læknadeild. Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 26. jan. 1939 með 2. einkunn betri (121) st.). Var á sjúkrahúsum í Rv. 1939–40.

Fekk almennt lækningaleyfi 19. okt. 1940. Staðgöngumaður héraðslæknis í Rangárhéraði febr.–maí 1939. Aðstoðarlæknir á Siglufirði júní–sept. 1939. Var veitt Hesteyrarhérað 30. okt. 1940. Sat á Hesteyri og dó þar.

Ókvæntur (Lækn.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.