Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Flosi (Brennu-Flosi) Þórðarson

(10. og 11. öld)

Bóndi að Svínafelli í Öræfum.

Foreldrar: Þórður Freysgoði Özurarson (Ásbjarnarsonar, Heyangurs-Bjarnarsonar) og kona hans Ingunn Þórisdóttir að Espihóli, Hámundarsonar heljarskinns.

Kona: Steinvör, laundóttir Halls af Síðu Þorsteinssonar.

Sonur þeirra: Kolbeinn lögsögumaður.

Flosi var höfðingi mikill, afreksmaður, kappsamur og þó drenglyndur. Hann er einn aðalmanna Njálu, stóð að Njálsbrennu, vegna víga (Nj.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.