Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Þorsteinsson

(8. febr. 1818–25. nóv. 1888)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn skáld Mikaelsson í Mjóanesi og kona hans Kristín Jónsdóttir prests í Vallanesi, Stefánssonar. F. í Vallanesi. Lærði fyrst hjá síra (5 Vigfúsi Guttormssyni, síðan hjá síra Markúsi Jónssyni í Holti. Tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1840, stúdent 1845 (87 st.). Stundaði síðan kennslu eða var til heimilis í Hellisfirði. Fekk uppreisn fyrir hórdómsbrot 30. sept. 1851. Var boðið að taka Þönglabakka 1857, vígðist 26. júlí s.á., fekk Desjarmýri 13. ág. 1861, Klifstað 24. júní 1869, fekk þar lausn frá prestskap 20. febr. 1888.

Kona (16. ág. 1847): Ólöf (d. 15. dec. 1889) Einarsdóttir í Hellisfirði, Erlendssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón að Hofi í Álptafirði, Kristín fór til Vesturheims, Þrúður dó uppkomin. Laundóttir hans (með Helgu Þorvarðsdóttur vinnukonu í Mjóanesi 2. júlí 1848): Guðfinna átti Antoníus Jónsson, og fóru þau til Vesturheims (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.