Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Vilhjálmsson

(17. öld)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Vilhjálmur Vigfússon að Brekku á Hvalfjarðarströnd og kona hans Ásta Böðvarsdóttir prests 15 í Reykholti, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla og varð stúdent, skyldi vígjast til prests, en ekkert varð af. Var söngmaður mikill. Bjó á Jarðlangsstöðum á Mýrum, en sóaði eignum sínum og konu sinnar, flosnaði upp og lenti á verðgangi, fekkst eigi til að kenna börnum að lesa eða söng, og gátu frændur hans ekki við hann tjónkað (J. Halld. Ætt.). Hann kemur við skjal 1. jan. 1656, býr enn á Jarðlangsstöðum 1659, er dómsmaður (sjá þingbók Snæfellsnessýslu) í Miðgörðum 14. júní, 20. júní og 20. okt. 1665 og 29. maí 1667; er þar undirritað nafn hans.

Kona: Helga Einarsdóttir í Álptanesi, Halldórssonar (einkennileg saga um Einar og konu hans er í JHalld. Ætt., sjá Alþb. Ísl. 1614 og 1618).

Börn þeirra: Einar, Sesselja, Kristín. Helga kona Finns lenti síðast á Álptaneshreppi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.