Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Sigurðsson, skáld

(um 1605–20. febr. 1687)

Lögréttumaður á Ökrum.

Foreldrar: Síra Sigurður Finnsson í Miklaholti og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir sýslumanns í Einarsnesi, Jónssonar, Gerðist gróðamaður ungur og lagði fyrir sig verzlun. Varðveitzt hafa eftir hann lipurleg kvæði, kímilegs efnis (Lbs.), og skrifað hefir hann upp handrit. Vel að sér og læknir góður.

Kona (1649). Kristín (f. 1633) Jónsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Ólafssonar.

Börn þeirra: Þórður lögréttumaður á Ökrum, Steindór í Krossnesi, Sigríður átti síra Jón Jónsson í Hítarnesi, Ingibjörg átti Björn Jónsson á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, Sigríður (önnur) átti Gísla Jónsson, Kári lögréttumaður í Hjarðarholti (Saga Ísl. V; sjá ættbækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.