Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Muhle (Þórólfsson)

(um 1739–1776)

Stúdent.

Foreldrar: Þórólfur lögréttumaður (d. um 1753) Finnsson að Múla á Skálmarnesi og kona hans Guðrún, dóttir Axels Friðriks, sýslumanns að Hömrum í Grímsnesi, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1756, stúdent 23. maí 1761, varð 26. maí s.á. 14 djákn á Staðastað, en sagði því starfi af sér vegna lélegs aðbúnaðar 5. júní 1762, fór utan samsumars, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 17. dec. s.á., varð baccalaureus í heimspeki 30. júlí 1765. Andaðist í Göttingen, hafði styrk frá Dönum til náms í háskólanum þar.

Átti (1762) laundóttur með Guðrúnu Ásgeirsdóttur í Ljáskógum, Jónssonar; sókti hann þá 1763 (með meðmælum amtmanns og stiftamtmanns) um uppreisn og um leyfi til að mega kvongast barnsmóður sinni.

Ekkert varð af því hjónabandi, og fluttist hún um 1766 til síra Halldórs Hallssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi (HÞ.; JEsp. Ættb.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.