Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Jónsson

(– –Í júlí 1648)

Prestur,

Foreldrar: Jón Vigfússon yngri krákur í Skáney og kona hans Solveig Böðvarsdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. Stúdent úr Skálholtsskóla, fór utan 1641, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 13. dec. s. á., hefir komið aftur til landsins 1643 og er það ár og hið næsta í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar, varð kirkjuprestur í Skálholti 1645 (fremur en haustið 1644), fekk Vallanes 1647, andaðist í Skálholti á ferð, ókv. og bl.

Hann var maður vel að sér, berorður og málsnjall (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.