Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Jónsson

(29. maí 1858–30. mars 1934)

Prófessor.

Foreldrar: Jón Borgfirðingur fræðimaður Jónsson og kona hans Anna Guðrún Eiríksdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, stúdent þaðan 1878, með 1. einkunn (89 st.). Tók próf í málfræði í háskólanum í Kh. 1883, með 2. einkunn, varð Dr. phil. sst. 6. nóv. 1884, dócent sst. Í norrænu 1887, varð prof. extr. 1898, en prof. ord. 1911, fekk lausn 1928. Varð félagi vísindafél. danska 1898 og ýmissa fl. félaga síðan og heiðursdoktor, var komm.? af dbr., hafði stórkr. af fálkaorðu o. fl. Var í stjórn fornritadeildar fornfræðafél. frá 1891, formaður þar og ritari frá 1919, en varaform. fél. frá 1924, í stjórn Samf. til Udg. af gl. nord. Litt. frá 1895, í stjórn Árnasafns frá 1905, form. frá 1920, o.m.fl.

Sá um prentun fjölda fornsagna og fornrita (einkum má nefna Skjaldedigtning), hefir og samið fjölda bóka og ritgerða um ísl. efni, og mun talið merkast Den oldn. og oldisl. Litt. Hist., Kh. 1894–1902 (2. útg. 1920–21).

Hann orkti við og við. Um rit hans vísast í nákv. skrá í Skírni 1934 (eftir Finn Sigmundsson; Ævisaga eftir sjálfan hann, Kh. 1936).

Kona (1885): Emma Heraczek.

Sonur þeirra: Jón kaupmaður í Odense (Óðinn TI og VIII; Andvari, 61. árg.; Aarb. Í. nord. oldk. 1934 o.m. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.