Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Jónsson

(18. maí 1842–19. júlí 1924)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Jón Torfason að Felli í Mýrdal og kona hans Oddný Ingvarsdóttir að Skarði á Landi, Magnússonar. Setti bú að Kerseyri 1869 og bjó þar síðan. Var hreppstjóri 1873–99 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan héraðs. Söngmaður, heppinn læknir og fróðleiks- og bókamaður. Eftir hann 12 eru fáeinar greinir í blöðum og tímaritum og fræðatíningur í handritum (sjá Lbs.). Pr. 1945 í Rv.: Þjóðhættir.

Kona: Jóhanna Mattíasdóttir á Kerseyri, Sigurðssonar. Dætur þeirra: Matthildur átti Einar skólastjóra Magnússon í Gerðum í Garði, Helga átti Guðmund náttúrufr. Bárðarson (Óðinn 1; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.