Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Gíslason

(um 1763–1786)

Stúdent.

Foreldrar: Gísli Jónsson á Mýrum í Villingaholtshreppi og s.k. hans Ingibjörg Illugadóttir prests í Hruna, Jónssonar. Kom 9 ára í fóstur til móðurbróður síns, síra Hílaríusar Illugasonar að Mosfelli í Grímsnesi, tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent þaðan 22. apr. 1781, í vitnisburðinum talinn skarpgáfaður.

Var í þjónustu Bjarna sýslumanns Einarssonar í Haga á Barðaströnd (líkl. 1781–3), hefir síðan setzt að í Flatey, líkl. kennt þar, og þar andaðist hann. Átti 1783 laundóttur (Ingibjörgu) með Ástríði Einarsdóttur, þjónustustúlku í Haga, en fekk uppreisn 23. jan. 1784 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.