Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Böðvarsson

(um 1592–1618)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Böðvar Jónsson í Reykholti og síðasta kona hans Steinunn Jónsdóttir rebba í Búðardal, Sigurðssonar. Hann fekk vonarbréf fyrir Reykholti hjá Herluf Daa 1612 (sjá Alþb. Ísl. IV). Fór utan 1614, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. okt. s.á., en andaðist í Kh. Hann var gáfumaður mikill og vel að sér. Varð faðir hans aldrei samur maður eftir lát hans; erfiljóð hans um þenna 9 son hans eru í AM. 425, 12mo. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.