Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnur Björnsson

(20. dec. 1851–13. apríl 1922)

Bóndi.

Foreldrar: Björn Antoníusson á Flugustöðum í Álptafirði og kona hans Kristín Sigurðardóttir hreppstjóra að Múla (Brynjólfssonar prests í Heydölum).

Bjó á Geirólfsstöðum í Skriðdal frá 1880 og síðan. Hagyrðingur. Smiður góður og framkvæmdamaður. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (1880): Bergþóra Helgadóttir á Geirólfsstöðum, Hallgrímssonar skálds og hreppstjóra að Stóra Sandfelli.

Börn þeirra: Margrét óg., Guðrún Helga átti Gísla prentsmiðjustjóra Jónsson í Wnp., Helgi á Geirólfsstöðum (Óðinn XX.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.