Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi Ásbjarnarson, rammi

(10. öld)

Bóndi að Borg í Víðidal, síðar á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Faðir: Ásbjörn dettiás Eyvindsson (Loðinssonar önguls, Landn., Gunnbjarnarsonar, sagan). Móðir hans talin í sögunni Þorgerður (systir Þorgeirs Ljósvetningagoða), en er að réttu móðir sonarsonar hans, föður Narfa, og má þangað rekja Skarðverjaætt. Af honum er sérstök saga.

Konur hans tvær eru greindar í sögunni og synir þeirra nokkurir, en allt er það heldur hæpið og raunar sagan öll. Deilna hans við Ingimundarsonu hins gamla getur þar og í Vatnsd. (sjá ella Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.