Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi Tumason (eða Tómasson)

(16. öld)

Prestur. Móðir: Margrét Finnbogadóttir, og hefir síra Finnbogi verið (eldri) hálfbróðir sammæðra Tuma Þorgrímssonar á Skíðastöðum.

Hann kemur fyrst við skjöl 1552 (Dipl. Isl.). Hann hélt Hof í Vopnafirði til 1578, en ekki verður beinlínis séð, að hann hafi andazt þá. Hann hafði Möðrudal til meðferðar 1 ár (1575).

Kona (10. dec. 1555): Þórunn Þórðardóttir prests í Hítardal, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Sturla á Skeggjastöðum, Magnús, Herniot, (líkl. Högni), Gróa, Solveig, Una, Margrét. Síra Finnbogi er ranglega í sumum ritum talinn Gíslason; frumskjöl sýna beint rétt föðurnafn hans (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.