Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi Jónsson, gamli

(14. og 15. öld)

Bóndi. Faðir (líkl.): Jón langur á Stóru-Völlum á Landi, síðar staðarhaldari á Grenjaðarstöðum, Björns- (eða Bjarna-)son á Stóru Völlum, Þórðarsonar, Loptssonar, Þórðarsonar, Andréssonar frá Odda (SD.). Móðir: Þorgerður (föðurnafns ekki getið). Kemur við skjöl 1393–1440 (hefir d. þá).

Hefir verið sveinn Árna byskups Ólafssonar. Ekki sést af skjölum, að hann hafi haldið Þingeyjarþing. Bjó síðast að Ási í Kelduhverfi og var auðmaður. Frá honum er Langsætt kölluð.

Kona: Margrét Höskuldsdóttir prests að Miklabæ, Hákonarsonar (SD.).

Börn hans (eða þeirra? ): Þórunn mun fyrr hafa átt Jón Ketilsson, en síðar fylgt síra Jóni Maríuskáldi Pálssyni, Þórdís átti Þórð lögréttumann að Laugum Þorsteinsson, Marteinssonar í Mávahlíð, Þorleifssonar (SD.) (og með honum síra Sveinbjörn að Múla), Jón, Oddur, Guðlaug átti Odd lögmann Ásmundsson, Gísli, Hallur að Vindheimum, Árni, Þorgils að Ási í Fellum (Dipl. Isl.; BB. sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.