Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi Gíslason

(– –um 1614)

Prestur. Faðir: Síra Gísli sterki Finnbogason. Hann er orðinn prestur 1566 og hefir haldið Auðkúlu til 1575, en síðan Hjaltabakka (er ranglega talinn í sumum ritum þar Jónsson). Hann fekk lengstum ölmusupeninga, síðast 1614.

Sonur hans, Jón, kemur við dóm 21. apr. 1636; er hann þá á Skagaströnd, bjargþrota með 5 börn, og er ættin augljós af dóminum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.