Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi Gíslason

(– – Í okt. 1669)

Prestur, Hann er orðinn prestur 1629. Hann hélt Sólheimaþing og bjó að Felli í Mýrdal, til þess er hann lét af prestskap, 1668, en andaðist að Hvoli í Mýrdal. Hann var skáldmæltur, og er honum í handritum (sjá Lbs.) eignað kvæðið „Messudiktur“.

Sonur hans var síra Gísli að Sandfelli, en stjúpsonur hans er nefndur (sjá bréfab. Br. byskups Sveinss. 1669) Hannes Sigurðsson (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.