Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbogi (Guðmundur) Lárusson

(2. dec. 1866 – 18. júlí 1945)

. Útgerðarmaður, kaupmaður. Foreldrar: Lárus Finnbogason á Mánaskál í Húnav.s., síðar í Vesturheimi og Guðrún Danívalsdóttir á Vesturá, Guðmundssonar. Ólst að mestu upp á Akranesi. Verzlunarmaður í Reykjavík 1895–98. Útgerðarmaður og kaupmaður í Gerðum í Garði um 17 ár, á Búðum á Snæfellsnesi í 12 ár; stundaði jafnframt búskap. Fluttist til Ólafsvíkur 1927. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.

Kona 1 (3. ág. 1895): Björg (d. 9. júlí 1915) Bjarnadóttir á Bakka í Reykjavík, Björnssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Bjarni í Húsakoti í Staðarsveit, Hólmfríður, Björn oddviti í Gerðum í Garði, Guðrún óg. í Rv., Auður átti Erlend Jónsson, þau skildu, Þórður loftskeytamaður (dáinn), Jón vátryggingam. í Rv., Guðmundur smiður í Rv., Ingólfur smiður í Rv. Kona 2 (20. júní 1920): Laufey (f. 19. jan. 1898) Einarsdóttir skrifstofustjóra í Rv., Þorkelssonar. Börn þeirra: Björg Hólmfríður átti Alexander kaupfélagsstjóra Stefánsson í Ólafsvík, Hólmfríður d. 1934, Þorbjörn, Hrafnkell, Daníval (Br7.; Óðinn XII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.