Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Finnbjörn Helgason

(– –29. sept.1255)

. Umboðsmaður. Foreldrar: Helgi (Digur-Helgi) Þorsteinsson í Kirkjubæ á Síðu og kona hans, Arnfríður Þorsteinsdóttir. Gerðist hirðmaður Hákonar gamla Noregskonungs.

Kom út 1252, og hafði konungur þá skipað honum nokkurn hluta Þingeyjarþings. Sat á Grenjaðarstöðum, en mun hafa átt erfitt uppdráttar fyrir umboðsmönnum Þórðar kakala.

Var síðan í Þverárbardaga 1255 með Þorvarði Þórarinssyni og Þorgilsi skarða og fekk þar sár, er leiddi hann til bana. Kona: Oddný, laundóttir Orms Svínfellings Jónssonar (Sturl.; Hákonar s.; Annálar) (dr. Jón Jóhannesson).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.