Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Filippus Magnússon

(16. júlí 1870–26. sept. 1903)

Prestur.

Foreldrar: Magnús í Halakoti í Flóa Einarsson (prentara, Þórðarsonar) og kona hans Sesselja Filippusdóttir í Bjólu, Þorsteinssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent þaðan 1890, með 2. eink. (73 st.), próf úr prestaskóla 1892, með 2. einkunn betri (37 st.). Sinnti kennslu og alþingisskriftum í Rv. 1892–5. Fekk Stað á Reykjanesi 19. júní 1895, vígðist 25. ág. s.á. Vikið frá prestskap þar að fullu 8. febr. 1903, fyrir hórdómsbrot o. fl., fluttist það vor til Ísafjarðar og andaðist þar. Fekk gott orð og þókti góður kennimaður.

Kona (1899): Ólína (f. 15. dec. 1875, d. 6. júlí 1906), laundóttir Jóns Einars stúdents á Ingunnarstöðum, Jónssonar. Af börnum þeirra lifði foreldra sína: Filippía Magnea Sesselja Blöndal kaupm. í Rv. Dóttir síra Filippusar (1902) með Ingibjörgu Þorsteinsdóttur í „Miðjanesi, Jakobssonar: Emilía átti Sigurð skrifstofum. Snorrason í Keflavík (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.