Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Filippus Jónsson
(15. og 16. öld)
Prestur.
Foreldrar: Jón Íslendingur Jónsson í Sauðlauksdal og kona hans Dýrfinna Gísladóttir í Haga, Filippussonar. Hann hefir orðið prestur í Rauðasandsþingum fyrir 1530 og bjó að eignarjörðu sinni Látrum eða Hvallátrum.
Hann nam á brott Solveigu Bjarnadóttur, Andréssonar; var hún bústýra hans, og átti hann 1 barn með henni; voru þar fjórmenningsmein, og veitti Ögmundur byskup Pálsson þeim aflausn. En síra Filippus galt móður Solveigar (Guðrúnu eldri að Núpi í Dýrafirði Björnsdóttur sýslumanns í Ögri, Guðnasonar) jarðeignir sínar, Hvallátur og Keflavík, er þó 14. jan. 1567 voru dæmdar bróðursonum hans. Síra Filippus var talinn manna skurðhagastur og smíðaði eða skar annan lúðra þeirra, er Ögmundur byskup hafði með sér á konungsfund til vígslu (Dipl. Isl.; Bps. bmf.).
Prestur.
Foreldrar: Jón Íslendingur Jónsson í Sauðlauksdal og kona hans Dýrfinna Gísladóttir í Haga, Filippussonar. Hann hefir orðið prestur í Rauðasandsþingum fyrir 1530 og bjó að eignarjörðu sinni Látrum eða Hvallátrum.
Hann nam á brott Solveigu Bjarnadóttur, Andréssonar; var hún bústýra hans, og átti hann 1 barn með henni; voru þar fjórmenningsmein, og veitti Ögmundur byskup Pálsson þeim aflausn. En síra Filippus galt móður Solveigar (Guðrúnu eldri að Núpi í Dýrafirði Björnsdóttur sýslumanns í Ögri, Guðnasonar) jarðeignir sínar, Hvallátur og Keflavík, er þó 14. jan. 1567 voru dæmdar bróðursonum hans. Síra Filippus var talinn manna skurðhagastur og smíðaði eða skar annan lúðra þeirra, er Ögmundur byskup hafði með sér á konungsfund til vígslu (Dipl. Isl.; Bps. bmf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.