Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Filippus Gunnarsson

(1693–1779)

Prestur.

Foreldrar: Gunnar lögréttumaður Filippusson í Bolholti og kona hans Ingibjörg yngri Ingimundardóttir lögréttumanns á Strönd í Selvogi, Grímssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1709, stúdent þaðan 1715, sumarið 1716 var hann í yfirreið með Jóni byskupi Vídalín, fekk Kálfholt að veitingu 17. júlí 1718, vígðist s. á. og var þar til þess, er hann afhenti staðinn 2. júní 1760 (sagði af sér prestskap 1. júní 1759), en hafði (að ráði Finns byskups Jónssonar) haldið aðstoðarprest (síra Þórð Sveinsson) frá 1757. Fluttist hann síðan að Hárlaugsstöðum í Holtum (bar er hann 1762 og 1763); en vera má, að hann hafi andazt að Sandhólaferju, hjá syni sínum. Í skýrslum sínum telur Harboe hann ólærðan mann, en listaskrifari var hann talinn.

Kona 1 (1723): Rannveig (d. 1734) Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Torfasonar; þau bl.

Kona 2: Vilborg (d. 1774) Þórðardóttir lögréttumanns í Háfi, áður Skálholtsráðsmanns, Þórðarsonar.

Börn þeirra, er upp komust (sjá BB. Sýsl.): Gunnar að Sandhólaferju, Jón að Brekkum, Stefán, Rannveig átti fyrr Jón lögréttumann Halldórsson í Nesi í Selvogi, en síðar Bjarna kaupmann Sívertsen í Hafnarfirði (HÞ... SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.