Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Felix Guðmundsson

(3. júlí 1884 – 1. ágúst 1950)
. Kirkjugarðsvörður, Foreldrar: Guðmundur Felixson á Ægissíðu í Holtum og kona hans Guðný Jónsdóttir í Steinstóft, Jónssonar. Nam múraraiðn; stundaði þá iðn og einnig verkstjórn til 1919. Umsjónarmaður kirkjugarðs í Reykjavík frá 1919 til æviloka; ráðunautur um framkvæmd laga um kirkjugarða frá 28. ág. 1935. Átti um skeið sæti í niðurjöfnunarnefnd og byggingarnefnd í Reykjavík; var lengi í stjórn sjúkrasamlags Reykjavíkur. Sinnti mjög bindindismálum.og átti sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku Íslands í 12 ár og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir þann félagsskap; formaður „Kron“ í Rv. um skeið. Ritstörf: Ritstjóri blaðsins „Sókn“ rúmt ár; ritaði oft greinar í blöð, einkum um bindindismál. Kona (6. okt. 1934): Sigurþóra Steinunn (f. 17. okt. 1908) Þorbjarnardóttir í Mjósundi í Árnessýslu, Sigurðssonar, Börn þeirra: Þórunn, Bergur (Br7.; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.