Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eyvindur Jónsson, duggusmiður
(um 1678–1746)
Klausturhaldari.
Foreldrar: Jón Bjarnason að Karlsá og kona hans Björg Hrólfsdóttir. Bjó fyrst að Karlsá og varð brátt orðlagður hagleiksmaður, einkum skipasmiður, og vel viti borinn, Var 1724 settur í bili sýslumaður í Húnavatnssýslu. Fekk Kirkjubæjarklaustur 1729. Átti erjur langvinnar við síra Einar Hálfdanarson, enda mikill fyrir sér og harðdrægur.
Kona: Þórunn (d. eftir 1760) Sæmundsdóttir prests að Stærra Árskógi, Hrólfssonar, og voru þau skilin með dómi 27. sept. 1724.
Börn þeirra: Kristín átti Jón lögsagnara Sigurðsson í Holti í Mýrdal, Hrólfur (bjó í Landeyjum).
Launsonur Eyvindar (líkl. með Steinunni Þorsteinsdóttur, 1733): Nikulás á Rauðnefsstöðum og víðar (Blanda 11).
Klausturhaldari.
Foreldrar: Jón Bjarnason að Karlsá og kona hans Björg Hrólfsdóttir. Bjó fyrst að Karlsá og varð brátt orðlagður hagleiksmaður, einkum skipasmiður, og vel viti borinn, Var 1724 settur í bili sýslumaður í Húnavatnssýslu. Fekk Kirkjubæjarklaustur 1729. Átti erjur langvinnar við síra Einar Hálfdanarson, enda mikill fyrir sér og harðdrægur.
Kona: Þórunn (d. eftir 1760) Sæmundsdóttir prests að Stærra Árskógi, Hrólfssonar, og voru þau skilin með dómi 27. sept. 1724.
Börn þeirra: Kristín átti Jón lögsagnara Sigurðsson í Holti í Mýrdal, Hrólfur (bjó í Landeyjum).
Launsonur Eyvindar (líkl. með Steinunni Þorsteinsdóttur, 1733): Nikulás á Rauðnefsstöðum og víðar (Blanda 11).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.