Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eysteinn Þórðarson

(16. öld)

Hann var fyrst kirkjuprestur í Skálholti og er orðinn það 1539 (Dipl. Isl.). Í utanför Gizurar Einarssonar til vígslu varð heitmær hans þunguð af völdum síra Eysteins (Bps. bmf. TI).

Hann varð síðar prestur á Álptamýri, þó ekki fyrr en eftir lát Gizurar byskups (1548), og hélt það prestakall til dauðadags, 1577, að því er talið er (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.