Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eysteinn Ásgrímsson

(– –1361)

Munkur, skáld. (Gæti verið sonur Ásgríms Þorsteinssonar prests, Ásgrímssonar frá Hvammi, Þorsteinssonar, SD.).

Átti deilur við Gyrð byskup í Skálholti, og fóru báðir utan.

Var sendur til Íslands 1358 til eftirlits kirkju og kristni. Eftir hann er helgikvæðið Lilja, oft pr. Eftir hann er og botn í erindi, en upphafið Gyrðs byskups. Dó í Noregi (Ann.; Safn IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.