Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Þorsteinsson

(27. nóv. 1826–4. apr. 1900)

Smáskammtalæknir.

Foreldrar: Þorsteinn Þorláksson í Hvammi á Völlum og víðar og kona hans Freygerður Eyjólfsdóttir smiðs hins skyggna Ísfeldts Ásmundssonar. Nam trésmíðar og vann víða að þeim. Bjó lengstum að Stuðlum í Reyðarfirði.

Stundaði lengi lækningar, og þókti vel takast, og eins í öðrum störfum, jafnt heima fyrir sem í sveitarstörfum.

Kona: Guðrún Jónsdóttir gullsmiðs á Sléttu, Pálssonar, ekkja Bóasar að Stuðlum Arnbjarnarsonar.

Börn þeirra: Kristrún átti Björn hreppstj. og alþm. Bjarnarson í Grafarholti, Páll búfræðingur, Guðfinna Sigríður átti Júlíus Ísleifsson í Tóarseli í Breiðdal, síra Benedikt í Bjarnanesi (Óðinn XXII og XXII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.