Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Þorkelsson

(29. júní 1849–12. mars 1923)

Úrsmiður.

Foreldrar: Síra Þorkell Eyjólfsson á Staðastað og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir prests í Hörgsdal, Pálssonar.

Gerðist fyrst sjómaður, nam gullsmíðar í Rv. 1872–5 og í Noregi 1875–6, stundaði síðan þá iðn hér um hríð. Fór þá til Kh. og nam úrsmíðar og er talinn fyrstur útlærður í þeirri grein hérlendis. Stundaði hann síðan þá iðn. Fekk verðlaun á sýningu í Kh. 1888 fyrir klukku, sem hann hafði smíðað. Talinn og að öðru hugvitsmaður, einkum á notkun rafmagns. Hagsýnn maður og efnaðist vel.

Kona (15. okt. 1875): Ásta Pálína Pálsdóttir gullsmiðs í Rv., Eyjólfssonar. Dóttir þeirra: Ragnheiður átti fyrr Hannes Ó. Magnússon póstmann og verzlunarmann (þau bl.), síðar Kolbein húsgagnasmið Þorsteinsson í Rv.

Börn þeirra: Eyjólfur lyfjamaður í Rv., Ásta Pálína (óg. í Rv.) (Óðinn XV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.