Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Ísfeld

(um 1760– 23. júlí 1832)

. Smiður. Foreldrar: Ásmundur Eyjólfsson í Kollabæ í Fljótshlíð, síðar á Brúsastöðum í Þingvallasveit, og kona hans Þorbjörg Snorradóttir. Lærði ungur trésmíði í Kh.; tók þá upp ættarnafnið Ísfeld. Átti alllengi (fyrir og eftir aldamót 1800) heima á Húsavík við Skjálfanda og er þar nefndur „ „brennisteins-forstander“.

Var síðan um hríð á Eyrarlandi hjá Akureyri, en fluttist austur á Fljótsdalshérað 1821, að tilhlutan Páls sýslumanns (síðar amtmanns) Melsted, er fekk hann til þess að sjá um smíði á brú yfir Jökulsá; átti heima þar eystra til æviloka. Mikill iðjumaður og nafnkunnur smiður; er talið, að húsasmíði hafi tekið framförum almennt, þar sem menn kynntust vinnubrögðum hans. Forspár var hann kallaður og gæddur ríkri fjarsýnisgáfu. Hann kafnaði í reyk í bæjarbruna í Þingmúla í Skriðdal. Kona (4. jan. 1798): Herdís (d. 2. ág. 1836, 60 ára) Einarsdóttir. Börn þeirra: Anna Matthildur, Freygerður átti Þorstein Þorkelsson í Steinagerði á Völlum, Páll smiður á Lambeyri í Reyðarfirði, Ásmundur beykir, var hjá Pétri sýslumanni Havsteen á Ketilstöðum á Völlum 1845, Guðmundur (Sögusafn Ísafoldar; PG. Ann.; Manntal 1762; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.