Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Ásmundsson

(– –1673)

Prestur.

Faðir: Ásmundur Eyjólfsson í Grímsey (og Hróðnýjar, systur síra Einars skálds Sigurðssonar í Heydölum). Hann er orðinn prestur að Brjánslæk fyrir 1630 (er þar prestur 25. okt. 1629) og átti um það bil mál við Magnús sýslumann Arason að Reykhólum. Er talinn hafa misst þar prestskap (sumir segja þrisvar fyrir barneignir), og hefir það verið eftir 1635, því að þá er hann þar enn, en farinn þaðan fyrir 1639, því að þá er þar prestlaust. Eftir það hefir hann orðið eins konar aðstoðarprestur síra Páls Björnssonar í Selárdal, þ.e. gegnt fyrir hann Laugardalssókn í Tálknafirði, sem síra Páll vildi jafnan losna við, enda voru þar öðru hverju sérstakir prestar; hefir hann gegnt Laugardal a. m. k. frá 1647 og síðan til dauðadags.

Hann bjó í Laugardal stóra.

Kona 1: Bríet (Birgit eða Birgitta) Ísleifsdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Styrkárssonar.

Dóttir þeirra: Guðrún átti Torfa Úlfsson í Tálknafirði, aðrir telja 8 börn þeirra, þ. á m. aðra Guðrúnu, sem átti Jón Aronsson í Tálknafirði, Jón (drukknaði 1665, ókv. og bl.).

Kona 2: Þórunn Vigfúsdóttir, Þorvarðssonar.

Börn þeirra: Þorlákur (fór til Englands), Guðrún (þriðja) átti Rafn Ásmundsson, Bríet átti Halldór Guðmundsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.