Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Símonarson

(1711 – 1754)
. Bóndi. Foreldrar: Símon Björnsson í Neistakoti á Eyrarbakka og kona hans Guðrún Bjarnadóttir. Bjó á Litla-Hrauni á Eyrarbakka frá því um 1736 til dauðadags, góður búþegn. Annálaður kraftamaður, kallaður Eyjólfur sterki, og herma sagnir, að hann hafi glímt við blámann á Eyrarbakka (Huld I, 45–46). Kynsæll mjög. Kona: Margrét Guðmundsdóttir í Hreiðurborg, Sturlaugssonar (eða Sturlusonar). Börn þeirra: Helga ljósmóðir átti fyrr Bjarna Jónsson í Gegnishólaparti, en síðar Þorvarð Vernharðsson á SyðraVelli og víðar, Símon bóndi á Skúmsstöðum og Syðra-Seli, Gísli bóndi á Kalastöðum, Erlendur bóndi á Syðra-Velli, Guðmundur bóndi á Litla-Hrauni, Kristín átti Jón Friðriksson í Ranakoti efra, Þórunn síðast húskona í Hafnarfirði (G.1.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.