Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Sturluson

(2. okt. 1746–10. nóv. 1783)

Prestur.

Foreldrar: Sturla Eyjólfsson í Hrísdal og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests í Selárdal, Vernharðssonar. Lærði undir skóla hjá móðurbróður sínum, síra Vernharði Guðmundssyni í Otradal, tekinn í Skálholtsskóla 1765, stúdent þaðan 29. apr. 1770, fekk Prestbakka í Hrútafirði 22. ág. 1771, vígðist 23. febr. 1772 og tók þá þegar við þjónustu þar, fekk Brjánslæk 31. júlí 1779, fluttist þangað þá um haustið og var þar til dauðadags. Hann þjáðist af heilsuleysi (haldið holdsveiki); leiddi af því sérlyndi og stirðlyndi og jafnvel sturlan, og var hann kærður af sóknarmönnum fyrir byskupi; samdist svo (13. sept. 1783), að hann tæki sér aðstoðarprest, síra Þorkel Guðnason, sem vígðist 5. okt. s. á., eða nokkurum vikum fyrir lát síra Eyjólfs. Var talinn gáfumaður og svo andríkur ræðumaður, að til dæma var jafnað, siðavandur og stilltur, lítt hneigður til veraldlegra hluta.

Kona: Ragnheiður (d. 1. sept. 1790, 42 ára) Vigfúsdóttir prests í Nesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þóra átti Jón Þórðarson í Miðhlíð, síra Vigfús á Reynivöllum, Margrét átti fyrr Jón í Hrísdal, en síðar Bjarna Sveinsson, fósturson sinn (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.