Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Sigurðsson

(2. maí 1830–25. febr. 1904)

Trésmiður og bóndi.

Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson að Skógum undir Eyjafjöllum og kona hans Guðný Einarsdóttir stúdents að Skógum, Högnasonar. Nam ungur trésmíðar, fekk sveinsbréf 1850. Vann að smíðum í Kh. 2! ár. Vann síðan að smíðum um tíma á Norðurlandi. Setti bú í Hvalnesi í Lóni 1854, að Horni í Hornafirði bjó hann frá 1856 til æviloka. Var gildur bóndi og vel metinn, greiddi mjög fyrir strandmönnum og fekk heiðursmerki fyrir frá Frökkum.

Kona (1854): Guðleif Stefánsdóttir í Hvalnesi, Árnasonar. Meðal barna þeirra, sem upp komust: Sigurður að Horni, Jón að Horni, Stefán prentari í Kh. (Óðinn II).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.