Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Runólfsson

(7. ág. 1847–13. júní 1930)

Bóndi.

Foreldrar: Runólfur hreppstjóri Þórðarson í Saurbæ á Kjalarnesi og kona hans Halldóra Ólafsdóttir í Leirvogstungu, Guðmundssonar. Setti bú í Saurbæ 1874 og bjó þar til æviloka. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni, var nærfærinn til lækninga, einkum sóktur mjög til sængurkvenna.

Kona (1874); Vilhelmína (f. 1846) Eyjólfsdóttir smiðs á Bakka á Kjalarnesi, Þorvarðssonar, Synir þeirra: Eyjólfur (d. 1922), Ólafur í Saurbæ (Sunnanfari XII; Óðinn XXIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.