Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Moh (Jónsson)

(13. júlí 1745–? )

Barnakennari.

Foreldrar: Jón silfursmiður Vigfússon í Árkvörn, áður konrektor í Skálholti, og s.k. hans Gróa Eyjólfsdóttir lögréttumanns hins spaka í Eyvindarmúla, Guðmundssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1763, stúdent þaðan 1770, með allgóðum vitnisburði um gáfur og miklu hóli fyrir hagleik, fór utan 1771, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 24. dec. s.á. Honum var ætlað að verða observator eftir Eyjólf Johnsonius (bræðrung sinn), en horfið var - frá því aftur vegna hirðuleysis hans við nám það, er þurfti til viðbúnaðar stöðunni. Hann ílentist í Danmörku, hélt barnaskóla í Sórey og kvæntist þar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.